Thursday, March 28, 2024
HomeErlentUrijah Faber mun hætta eftir sinn næsta bardaga

Urijah Faber mun hætta eftir sinn næsta bardaga

urijah-faber-2Hinn gamalreyndi Urijah Faber tilkynnti í gær að hann muni leggja hanskana á hilluna eftir sinn næsta bardaga. Faber mætir Bretanum Brad Pickett þann 17. desember í Sacramento.

Þetta kom fram í The MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær. Faber, sem er einn af þeim bardagamönnum sem hjálpuðu til við að ryðja brautina fyrir léttari þyngdarflokkana í MMA, telur að sinn tími sé kominn.

„Ég er eiginlega búinn að vera að bíða eftir þessu og þetta verður minn síðasti bardagi,“ sagði Faber við Helwani í gær. Faber er 37 ára gamall og ólst upp í Sacramento þar sem hann hefur haldið úti Team Alpha Male (TAM) bardagaklúbbnum. UFC on Fox 22 bardagakvöldið í Sacramento verður því hárrétti staðurinn fyrir lokabardagann.

„Ég held að það sé rétta augnablikið til að hætta, í Sacramento, í nýju höllinni sem var verið að byggja. Ég vildi bíða eftir tækifærinu að berjast aftur við Dominick Cruz en ég held að þetta verði frábær viðburður.“

Það verður áhugavert að sjá hver næstu skref Urijah Faber verða í íþróttinni en það má þó gera ráð fyrir því að hann verði ennþá viðloðandi íþróttina – hvort sem það verði sem hornamaður hjá bardagamönnunum sínum í TAM eða annað sem honum dettur í hug.

Hér má svo sjá helstu tilþrif frá ferli Fabers undir laginu sem hann gekk inn í búrið undir, California Love með 2Pac.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular