0

Úrslit UFC 226

UFC 226 fór fram í nótt í Las Vegas. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Stipe Miocic og Daniel Cormier en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Daniel Cormier skráði sig á spjöld sögunnar með sigri á Stipe Miocic. Cormier rotaði Miocic með hægri krók í 1. lotu eftir jafna lotu. Ótrúlegur sigur hjá Cormier og er hann nú ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma – léttþungavigt og þungavigt. Magnað afrek en aðeins Conor McGregor hafði afrekað það áður að vera meistari í tveimur flokkum á sama tíma.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í þungavigt: Daniel Cormier sigraði Stipe Miocic með rothöggi eftir 4:38 í 1. lotu.
Þungavigt: Derrick Lewis sigraði Francis Ngannou eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 30-27).
Veltivigt: Mike Perry sigraði Paul Felder eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Hentivigt (157,5 pund): Anthony Pettis sigraði Michael Chiesa með uppgjafartaki (triangle armbar) eftir 52 sekúndur í 2. lotu.
Léttþungavigt: Khalil Rountree Jr. sigraði Gökhan Saki með rothöggi eftir 1:36 í 1. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Millivigt: Paulo Costa sigraði Uriah Hall með tæknilegu rothöggi eftir 2:38 í 2. lotu.
Bantamvigt: Raphael Assunção sigraði Rob Font eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Drakkar Klose sigraði Lando Vannata eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Curtis Millender sigraði Max Griffin eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttvigt: Dan Hooker sigraði Gilbert Burns með rothöggi eftir 2:28 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Emily Whitmire sigraði Jamie Moyle eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.