0

Úrslit UFC Fight Night: Blaydes vs. Ngannou 2

UFC var með bardagakvöld í Beijing í morgun á íslenskum tíma. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Curtis Blaydes og Francis Ngannou en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Aðalbardaginn entist aðeins í 44 sekúndur en Francis Ngannou kláraði Curtis Blaydes með tæknilegu rothöggi. Ngannou hamraði Blaydes með yfirhandar hægri snemma í bardaganum og féll Blaydes niður. Blaydes náði að standa upp en Ngannou lét höggin dynja á honum og steig dómarinn Marc Goddard inn til að stöðva bardagann. Blaydes mótmælti er dómarinn stöðvaði bardagann en við fyrstu sýn leit út fyrir að Blaydes væri of vankaður til að halda áfram. Eftir bardagann sagðist Ngannou vera kominn aftur í sitt gamla góða form.

Alistair Overeem komst einnig aftur á sigurbraut eftir dapurt gengi og kláraði hann nýliðann Sergey Pavlovich með höggum í gólfinu strax í 1. lotu. Öll önnur úrslit bardagakvöldsins má sjá hér að neðan:

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Francis Ngannou sigraði Curtis Blaydes með tæknilegu rothöggi eftir 44 sekúndur í 1. lotu.
Þungavigt: Alistair Overeem sigraði Sergey Pavlovich með tæknilegu rothöggi eftir 4:21 í 1. lotu.
Bantamvigt: Song Yadong sigraði Vince Morales eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Veltivigt: Li Jingliang sigraði David Zawada með tæknilegu rothöggi eftir 4:07 í 3. lotu.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Alex Morono sigraði Kenan Song eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Fluguvigt kvenna: Wu Yanan sigraði Lauren Mueller með uppgjafartaki (armbar) eftir 4:00 í 1. lotu.
Hentivigt (208 pund): Rashad Coulter sigraði Hu Yaozong eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Zhang Weili sigraði Jessica Aguilar með uppgjafartaki (armbar) eftir 3:41 í 1. lotu.
Bantamvigt: Liu Pingyuan sigraði Martin Day eftir klofna dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Xiaonan YansigraðiSyuri Kondo eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Kevin Holland sigraði John Philips með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:05 í 3. lotu.
Bantamvigt: Louis Smolka sigraði Su Mudaerji með uppgjafartaki (armbar) eftir 2:07 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.