0

Úrslit UFC Fight Night: Overeem vs. Oleinik

UFC var með bardagakvöld í Rússlandi í dag. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Alistair Overeem og Alexei Oleinik en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Það var mikil reynsla í aðalbardaga kvöldsins á milli þeirra Alistair Overeem og Alexey Oleinik en samanlagt voru þeir með yfir 100 bardaga á milli sín í MMA. Oleinik pressaði Overeem snemma og var duglegur að kýla í skrokkinn. Overeem ógnaði hins vegar vel með fáum en nákvæmum höggum og þá aðallega hnéspörkum. Undir lok lotunnar féll Oleinik niður eftir nokkur hné í „clinchinu“ og Overeem fylgdi því eftir með höggum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Þungavigt: Alistair Overeem sigraði Alexey Oleinik með tæknilegu rothöggi eftir 4:45 í 1. lotu.
Léttvigt: Islam Makhachev sigraði Arman Tsarukyan eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 29-28).
Þungavigt: Sergei Pavlovich sigraði Marcelo Golm með rothöggi eftir 1:06 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Roxanne Modafferi sigraði Antonina Shevchenko eftir klofna dómaraákvörðun  (29-28, 28-29, 29-28).
Millivigt: Krzysztof Jotko sigraði Alen Amedovski eftir dómaraákvörðun (30-25, 30-26, 30-26).

Upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Movsar Evloev sigraði Seung Woo Choi eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Sultan Aliev sigraði Keita Nakamura eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Alexander Yakovlev sigraði Alex da Silva Coelho með uppgjafartaki (modified guillotine choke) eftir 3:10 í 2. lotu.
Þungavigt: Shamil Abdurakhimov sigraði Marcin Tybura með tæknilegu rothöggi eftir 3:15 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Michał Oleksiejczuk sigraði Gadzhimurad Antigulov með rothöggi eftir 44 sekúndur í 1. lotu.
Léttvigt: Magomed Mustafaev sigraði Rafael Fiziev með tæknilegu rothöggi (spinning back kick and punches) eftir 1:26 í         1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.