0

Úrslit UFC Fight Night: Whittaker vs. Brunson

whittaker-brunsonUFC hélt bardagakvöld í Ástralíu í nótt. Robert Whittaker og Derek Brunson mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Robert Whittaker er núna 5-0 í millivigtinni en sigurinn á Derek Brunson í gær var hans sjötti í röð. Bardaginn var stuttur en fjörugur þar sem Brunson hreinlega hljóp að Whittaker með höggum. Whittaker var í brasi í byrjun en náði frábærri gagnárás með vinstri krók sem var upphafið að endinum hjá Brunson.

Bardaginn var besti bardagi kvöldsins og fékk Whittaker að auki frammistöðubónus fyrir sigurinn. Tyson Pedro fékk líka frammistöðubónus en hann kláraði Khalil Rountree með hengingu í 1. lotu í frumraun sinni í UFC.

Öll úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Millivigt: Robert Whittaker sigraði Derek Brunson með tæknilegu rothöggi eftir 4:07 í 1. lotu.
Léttvigt: Andrew Holbrook sigraði Jake Matthews eftir klofna dómaraákvörðun
Veltivigt: Omari Akhmedov sigraði Kyle Noke eftir dómaraákvörðun
Léttvigt: Alex Volkanovski sigraði Yusuke Kasuya með tæknilegu rothöggi eftir 2:06 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Tyson Pedro sigraði Khalil Rountree með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:07 í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Danielle Taylor sigraði Seo Hee Ham eftir klofna dómaraákvörðun

Upphitunarbardagar (Fox Sports 1)

Millivigt: Dan Kelly sigraði Chris Camozzi  eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Damien Brown sigraði Jon Tuck eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Jonathan Meunier sigraði Richard Walsh eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Ben Nguyen sigraði Geane Herrera eftir dómaraákvörðun.

Upphitunarbardagar (UFC Fight Pass)

Fjaðurvigt: Jason Knight sigraði Dan Hooker eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Marlon Vera sigraði Ning Guangyou eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Jenel Lausa sigraði Yao Zhikui eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.