Valentina Shevchenko sýndi enn og aftur hvers vegna hún er ein af bestu bardagakonum UFC þegar hún sigraði Manon Fiorot í spennandi fimm lotu bardaga á UFC 315 í Montreal þann 10. maí. Þetta var fyrsta titilvörn Shevchenko síðan hún endurheimti fluguvigtarmeistaratitilinn.
Bardaginn var virkilega skemmtilegur allan tímann en Valentina byrjaði betur og vann fyrstu lotuna sannfærandi. Lykilþáttur í upphafi bardagans voru counter-höggin hennar Valentinu gegn háspörkunum hennar Manon Fiorot sem endaði með því að Fiorot nefbrotnaði líklega undir lok fyrstu lotunnar en hún átti brattann að sækja eftir það.
Manon Fiorot óx vel inn í bardagann og vann aðra lotu. Þegar leið á bardagann fór reynslu- og getumunurinn að bera á sér og Fiorot virkaði aldrei líkleg til að sigra bardagann þegar komið var í meistaraloturnar.
Dómararnir skoruðu allir bardagann 48-47 Shevchenko í vil, sem tryggði henni einróma sigur og áframhaldandi ríkjandi stöðu í fluguvigt kvenna.