Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxValgerður í beinni útsendingu á Minigarðinum

Valgerður í beinni útsendingu á Minigarðinum

Valgerður Guðsteinsdóttir stígur inn í hringinn í annað skipti á þessu ári þegar hún mætir írsku hnefaleikakonunni Shauna O’Keefe. Shauna þykir hrikalega efnilegur boxari með kraftmikil högg. Þjálfari Shauna hefur haldið því fram að hún verði næsta KO-drottning Íranna. Bardaginn fer fram í Dublin föstudaginn 20. september og verður sýndur á UFC Fight Pass. Hnefaleikaaðdáendur geta mætt á Minigarðinn og stutt við bakið á Valgerði í frábæru umhverfi og stemningu. Bardagakvöldið byrjar klukkan 16:30 á íslenskum tíma og má gera ráð fyrir því að Valgerður verði 2 bardagi kvöldsins. 

Við mælum með að bóka borð á viðburðinn: https://www.minigardurinn.is/vidburdir

Valgerður átti hrikalega góðan bardaga gegn Jordan Dobie í maí fyrr á árinu en þurfti þá að sætta sig við afskaplega vafasamt tap. Margir kölluðu bardagann rán og aðrir sögðu þetta vera heimadóm, hvernig sem það er þá var þetta allavegana vafasamt og má búast við því að Valgerður mæti mjög tilbúin í hringinn og ætli sér að sýna hvað í henni býr.

Valgerður er komin út til Írlands og er þessa stundina að leggja lokahönd á undirbúninginn og sinna fjölmiðlaskyldum við UFC. Valgerður er einnig mjög virk á Instagram og er dugleg að sýna frá lífinu á bak við tjöldin.

Aðalbardagi kvöldsins er Callum Walsh gegn Przemysław Runowski. Walsh hefur verið á ratarnum hjá UFC í langan tíma og hefur Dana White sjálfur stutt við bakið á Walsh.

Callum Walsh kemur til með að verja WBC Continental Americas-titilinn sinn í annað skipti þegar hann mætir Runowski. Þetta verður í fyrsta skipti sem Walsh verður titlaður sem aðalbardagi á heimagrundu og megum við því eiga von á svakalegri írskri stemningu í salnum.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular