spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentViktor hefur aldrei æft betur, en flýgur út án andstæðings.

Viktor hefur aldrei æft betur, en flýgur út án andstæðings.

Viktor Gunnarsson átti að mæta Sam Castello á Golden Ticket 24 sem fer fram á Laugardaginn 9. desember. Sam þurfti því miður að draga sig úr bardaganum nokkrum dögum fyrir bardagakvöldið vegna meiðsla, en Viktor flýgur samt sem áður til Englands og ætlar að freista gæfunnar og vonast til þess að Golden Ticket bardagasamtökin takist að finna nýjan andstæðing fyrir sig þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Ef Það tekst ekki þarf Viktor að sætta sig við hlutverk sitt sem ferðafélagi, en Aron Franz mun einnig berjast á þessu kvöldi.

Hægt er að kaupa aðgang að streyminu á Laugardaginn hérna: https://livemma.co.uk/events/gtfp-24/

Viktor gaf sér nokkrar mínútur í viðtal sem lesa má hér að neðan:

Hvernig hefur undirbúningurinn gengið?

Sko þessi undirbúningur hefur verið erfiðasti fyrir mig. Mig líður eins og ég hafi haft mental block þegar kemur að því að eiga camp á vetratímabilinu. Síðast þegar ég var með camp um vetur þá var það fyrir IMMAF og ég tapaði þá. En núna vildi ég ekki gera það, svo þetta er búið að vera sjúklega erfitt camp. Núna erum við líka með mikið betra gæjja í keppnisliðinu. En mig líður eins og ég sé búinn að bæta mig mest í þessu campi hingað til.

Hvað er öðruvísi við þetta camp?

Sko ég er búinn að finna fyrir því að ég er tilbúinn að ýta mér miklu miklu meira í þessu campi. Þannig að ég er búinn að vera þreyttari mikið oftar sko. Það er útaf því að ég er búinn að reyna að leggja meira á mig í þessu campi. Svo er ég líka búinn að vera einbeita mér meira að tækninni minni því ég vil auðvitað bæta mig meira og meira fyrir næsta bardaga.”

Þetta er þinn þriðji bardagi í Golden Ticket, ertu orðinn heimakær?

Ég meina þetta er í Wolverhampton svo… en ég er orðinn bara vanur að fara þangað. Ég er kominn með schedule þegar ég fer þangað, geri bara alltaf sama hlutinn. Mig líður bara vel að gera það.

Þetta er farið að vera kunnulegt?

Já, rútínan er fín. Mætum, förum í búðina, köttum, weigh-ins daginn eftir, fáum okkur að borða og jare jare…

Segjum sem svo að þú myndir sigra, er búið að ræða við þig um titil bardaga?

“Við sjáum bara til sko. Það eru tveir aðrir sem eru að berjast upp á bantamweight titilinn núna á Golden. En ég held að ef að ég sigri þennan þá er ég í góðu samtali um titil bardaga.”

En hver er andstæðingurin, mér skyldist að mögulega hafði eitthvað komið uppá?

“Það átti að vera strákur sem heitir Sam Castello sem er með 3 sigra og 1 tap. Ég var mjög spenntur fyrir því en hann greinilega meiddi sig smá fyrir þennan bardaga, þannig að núna erum við að leita að nýjum gæjja. Ég er handviss um að þeir finni eitthvað fyrir mig.”

En þú flýgur út og allt þannig?

Jájá, ég flýg bara út og ekkert mál.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular