spot_img
Thursday, June 19, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJVilhjálmur Arnarsson tapaði gegn Shane Curtis

Vilhjálmur Arnarsson tapaði gegn Shane Curtis

Vilhjálmur Arnarsson, betur þekktur sem Villi Turtle, keppti gegn Shane Curtis á Valhalla Submission Grappling á sunnudaginn. Villi þurfti því miður að sætta sig við tap í viðureigninni eftir jafna og skemmtilega glímu.

Viðureignin milli Villa og Shane var Co-Main Event viðburður kvöldsins á fremur vel mönnuðum viðburði. Villi var flottur útsendari fyrir okkur Íslendinga og gekk inn við lagið Úrið mitt er stopp eftir Úlf Úlf.

Villi byrjaði glímuna á því að pressa gegn Curtis, sem ákvað að taka botnstöðuna og spila úr guardinu sínu. Curtist setti upp Darce Choke snemma í glímunni en Villi varðist vel og sýndi yfirvegun þangað til Curtis ákvað að sleppa takinu og leita nýrra leiða.

Glíman gekk fram og til baka allan tímann en Villa tókst illa að koma sér í góða stöðu og setja upp almennilegar árásir. Að lokum tókst Curtis að setja upp Triangle með lásinn röngu megin við öxlina á Villa. Hann gerði vel í því að færa lásinn og koma sér svo yfir í mount. Það markaði endirinn á glímunni og fékk Curtis tappið frá Villa.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið