0

Vísindamaðurinn skoðar kremafsökun Chad Mendes eftir fall hans á lyfjaprófi

chad mendesChad Mendes var nýlega dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir fall á lyfjaprófi. Í lyfjaprófi hans fannst efnið GHRP-6 en sjálfur reyndi Mendes að kenna húðkremi um fall sitt á lyfjaprófinu. En er afsökun Chad Mendes góð og gild?

Til að fá svar við þessu fengum við Vísindamanninn með okkur í lið. Brynjar Örn Ellertsson heldur úti skemmtilegri Facebook síðu sem kallast einfaldlega Vísindamaðurinn. Brynjar er lífefnafræðingur (og fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu) og fengum við hann til að skoða afsökun Chad Mendes. Gefum honum orðið.

Eins og áður hefur komið fram var Chad Mendes dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að ólöglega efnið GHRP-6 mældist hjá honum. Eftir að Mendes var dæmdur kom hann fram og sagði að GHRP-6 hefði verið í sóríasis (psoriasis) kremi sem hann hafi verið að nota.

En hvað er GHRP-6 og af hverju er það ólöglegt?

GHRP-6 eða Growth Hormone-Releasing peptide 6 er ekki hormón heldur peptíð keðja sem eykur myndun líkamans á vaxtarhomóninu HGH (human Growth hormone). HGH er mikið notað sem frammistöðubætandi efni og getur leitt til minnkandi líkamsfitu og aukins magns Insulin-like Growth Factor 1 (IGF-1). IGF-1 er líka frammistöðubætandi efni sem eykur próteinframleiðslu í líkamanum sem svo eykur vöðvavöxt og hjálpar við að jafna sig eftir æfingar og eftir meiðsli. Einnig eykur GHRP-6 svengdartilfinningu með því að líkja eftir hormóninu ghrelin. Þannig að í stuttu máli þá eykur GHRP-6 framleiðslu líkamans á HGH, HGH eykur svo framleiðsluna á IGF-1 sem hefur áhrif á vöðvavöxt og fleira ábótasamt.

Of mikið magn HGH hefur líka ýmis konar neikvæð áhrif eins og t.d. óeðlilegan beinvöxt og stækkun innri líffæra sem getur leitt til hjartaáfalls. En GHRP-6, HGH og IGF-1 eru öll bönnuð af USADA en GHRP-6 er eina efnið sem er ekki finna náttúrulega í mannslíkamanum.

Afsökun Mendes að hann hafi fengið GHRP-6 í gegnum sóríasis-krem er ekki ósvipuð afsökun Jon Jones um að hann hafi fengið sín efni í gegnum fæðubótarefni þar sem í báðum tilfellum snýst málið um efni sem eru bönnuð af FDA (Food and Drug Administration) og eru því ekki leyfð hvorki í fæðubótarefnum né í kremum. Hægt er að taka inn GHRP-6 annað hvort í gegnum sprautur eða með kremi en ekki sem fæðubótarefni þar sem það brotnar niður í meltingarveginum.

Vandamálið við sögu Chad Mendes er þó helst að GHRP-6 er frekar nýtt og er enn á algjöru rannsóknar stigi og hefur ekki verið sýnt fram á virkni GHRP-6 gegn sóríasis. Eins og áður hefur komið fram þá er GHRP-6 ekki leyft af FDA og því hefur Chad Mendes allavega verið (ef saga hans er sönn) að nota ólöglegt krem.

vísindamaðurinn

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.