Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVísindamaðurinn útskýrir efnin sem fundust í lyfjaprófi Jon Jones

Vísindamaðurinn útskýrir efnin sem fundust í lyfjaprófi Jon Jones

jones_cormier vigtunEins og við greindum frá í gær hafa efnin sem fundust í lyfjaprófi Jon Jones verið opinberuð. Til að skilja betur hvers konar efni þetta eru fengum við sérstaka aðstoð.

Brynjar Örn Ellertsson heldur úti skemmtilegri Facebook síðu sem kallast einfaldlega Vísindamaðurinn. Brynjar er lífefnafræðingur (og fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu) og fengum við hann til að útskýra fyrir okkur hvað þessi efni gera. Gefum honum orðið.

Eins og fjallað var um í gær fundust tvö estrógen hindrandi lyf í blóðinu hjá Jon Jones, hydroxy-clomiphene og letrozole metabolite.

Estrógen hindrandi lyf eru í sjálfu sér ekki árangursbætandi ein og sér. Efnin eru bönnuð af USADA þar sem þau eru notuð eftir steranotkun á meðan hormónakerfið er að ná jafnvægi. Estrógen hindrar er samheiti yfir lyf sem hindra virkni eða minnka magn estrógena.

Ástæðan fyrir notkun estrógen hindrandi lyfja eftir steranotkun eru nokkrar. Helsta ástæðan er sú að þegar testósterón magn í líkamanum er mikið þá breytist alltaf ákveðinn hluti þess í kvenkyns hormónið estriadol í gegnum ferli sem kallast aromatization. Estriadol er kvenkyns hormón og er eitt af virkustu estrógen hormónunum. Aromatization gerist vegna ensímsins aromatase og því eru lyf sem stöðva þetta ferli kölluð aromatase hindrar. Einnig eru svo til lyf sem hindra bindingu estrógena við hormónaviðtaka í líkamanum og þannig stöðva virkni þeirra. Þessi lyf eru kölluð viðtaka hindrar.

Þó að líkaminn þurfi alltaf ákveðið magn af estrógeni til að virka þá er of mikið magn í karlmönnum ekki æskilegt þar sem það getur valdið stækkun brjósta og aukningu á magafitu svo eitthvað sé nefnt. Lyfin sem fundust hjá Jones eru Hydroxy-clomiphene sem er estrógenviðtaka hindri (stöðvar virkni estrógens) og Letrozole metabolite sem er aromatase hindri (sem stöðvar breytinguna á testósteróni yfir í kvenhormónið estriadol).

Jon Jones segist hafa fengið þessi efni úr fæðubótaefnum og er erfitt að fullyrða af eða á með það að svo stöddu. Það er hægt að kaupa estrógen hindra sem fæðubótarefni en það eru litlar vísindalegar sannnir fyrir því að þeir hækki testósterón magn í heilbrigðum karlmönnum. Aftur á móti þá bannar FDA (Food and Drug Administration) öll fæðubótarefni sem innihalda aromatase hindra. Eitt af efnunum sem mældist í blóðinu hjá Jones var Letrozole metabolite sem er einmittt aromatase hindri. Þannig að ef Jon Jones er að segja satt og efnin voru í fæðubótarefni þá var hann allavega að taka inn ólögleg fæðubótarefni.

vísindamaðurinn

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular