Benoit Saint-Denis og Kyle Prepolec mættust í opnunarbardaga aðalhluta UFC 315 í Montreal, Kanada en Prepolec steig inn með skömmum fyrirvara eftir að Joel Alvarez dróg sig úr bardaganum við Saint-Denis. Stríðsguðinn Saint-Denis sýndi mikla yfirburði í bardaganum, í glímu og standandi, og kláraði bardagann með arm triangle uppgjafartaki í annarri lotu.
Saint-Denis stjórnaði Prepolec algjörlega í fyrstu lotu með glímu en í annarri lotu fór hann að vinna meira með högg úr clinchinu og gaf hann Prepolec mörg slæm högg, mikið af olnbogum. Saint-Denis tók hann svo niður, einangraði hendina á skömmum tíma og Prepolec var ekki lengi að tappa.