Home Erlent Bardagakvöldið í Belfast heldur áfram að breytast

Bardagakvöldið í Belfast heldur áfram að breytast

0

screen-shot-2016-10-26-at-21-28-39James Krause átti að mæta Ross Pearson á UFC bardagakvöldinu í Belfast í næsta mánuði. Hann neyðist til að feta í fótspor Gunnars og getur ekki barist vegna meiðsla.

Bardagi Krause og Pearson var einn af þeim betri í Belfast. Sem betur fer fær Pearson nýjan andstæðing en Skotinn Stevie Ray kemur í stað Bandaríkjamannsins Krause.

Þetta er í annað sinn sem bardagi Krause og Pearson er felldur niður en þeir áttu að mætast í sumar. Þá meiddist Krause rétt eins og nú og bað hann Pearson innilegrar afsökunar á Instagram í dag.

Ross Pearson mun halda sínu striki en þetta verður fimmti bardaginn hans á þessu ári.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version