Home Forsíða Bjarki Ómarsson ver fjaðurvigtartitil sinn í febrúar

Bjarki Ómarsson ver fjaðurvigtartitil sinn í febrúar

0
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.
Bjarki Ómarsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Bjarki Ómarsson mun verja Shinobi fjaðurvigtartitil sinn þann 25. febrúar í Liverpool. Bjarki mætir þá TJ Nelson frá Liverpool.

Bjarki (7-4) vann fjaðurvigtartitil Shinobi bardagasamtakanna eftir frábæra fimm lotu frammistöðu í lok júlí. Til stóð að Bjarki myndi berjast á Evrópumótinu í MMA sem fram fór á dögunum en Bjarki gat því miður ekki keppt vegna meiðsla.

Andstæðingur hans er TJ Nelson (3-1) en hann æfir hjá Aspire Combat Sports Academy í Liverpool. Nelson er partur af landsliði Gana sem mun keppa á Heimsmeistaramótinu í MMA næsta sumar en það verður í fyrsta sinn sem Gana sendir landslið á mótið.

Bjarki verður eflaust ekki eini Íslendingurinn sem keppir á þessu bardagakvöldi.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version