Home Forsíða Blábeltingamót VBC á laugardaginn

Blábeltingamót VBC á laugardaginn

0

Blábeltingamót VBC í brasilísku jiu-jitsu verður haldið í annað sinn á morgun, laugardag. Keppt verður í galla en mótið hefst kl. 11.

Keppt er eftir IBJJF reglum blábeltinga í átta þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru 500 kr. en húsið opnar kl. 10.

Ein ofurglíma fer fram en þá mætast þeir Bjarki Þór Pálsson úr RVK MMA og Sigurpáll Albertsson úr VBC.

Keppt er í eftirtöldum þyngdarflokkum á mótinu:

Kvennaflokkar:
-64 kg flokkur
-74kg flokkur
+74 kg flokkur

Karlaflokkar:
-64 kg flokkur
-70 kg flokkur
-76 kg flokkur
-82.3 kg flokkur
-88.3 kg flokkur
-94.3 kg flokkur
-100.5 kg flokkur
+100.5 kg flokkur

Nánar má fræðast um viðburðinn hér.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version