Eftir UFC Vegas 110 um helgina hefur mikill umtal vaknað um bardaga Isaac Dulgarian gegn Yadier Del Valle. Dulgarian tapaði bardaganum í fyrstu lotu með rear-naked choke, en það sem hefur vakið mestu athyglina eru grunsemdir um mögulegt veðmálasvindl tengt bardaganum.
Stuttu fyrir bardagann breyttust veðmálalínur á óvenjulegan hátt. Líkur á því að Dulgarian myndi tapa jukust skyndilega, og prop-veðmál eins og að bardaginn myndi enda í fyrstu lotu fóru að hækka hratt. Nokkur veðmálafyrirtæki tóku eftir þessum breytingum og ákváðu í kjölfarið að endurgreiða veðmál vegna gruns um óeðlileg mynstur.
Dulgarian, sem hafði verið talinn efnilegur bardagamaður með góða framtíð innan UFC, hefur nú verið látinn fara sem segir ýmislegt. Engar formlegar ákærur hafa verið gefnar út, en UFC hefur samkvæmt heimildum hafið innri rannsókn á málinu.
Isaac Dulgarian hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið, en andrúmsloftið í kringum bardagann er orðið eitrað. UFC stendur nú frammi fyrir pressu að bregðast við og sýna að þeir taki veðmálasvindl alvarlega. Hvort þetta mál endi sem einföld tilviljun eða stærra hneyksli verður tíminn að leiða í ljós.
