Síðasti Íslendingurinn til að stiga í búrið á Norðurlandamótinu var þýska tröllið Julius Bernsdorf sem tryggði sér pláss í úrslitum með dómaraákvörðun kvöldið áður. Í þetta skiptið mætti Júlíus heimamanninum Jiffa Kundo.
Júlíus byrjaði bardagann vel og var klárlega betri strikerinn af þeim tveimur. Kundo átti frumkvæðið að því að fara með bardagann upp við búrið og gerði það í hálfgerðri örvæntingu. Risarnir kepptust við að snúa hvor öðrum við búrið og gerði Júlíus tilraun til að taka Kundo niður en það gekk ekki.
Undir lok lotunnar hafði lítið gerst en Kundo tókst að vefja vinstri hendinni sinni um hálsinn á Júlíusi og læsa arm in guillotine standandi. Kundo er tölupp viðlægri en Júlíus sem tókst ekki að koma neinum almennilegum vörnum við og neyddist til að tappa.
