Viktor mætti Finnanum Walter Björkroth í úrslitaviðureign Nordic Championship í kvöld.
Viktor átti góða fyrstu lotu. Eftir að hafa skipst á nokkrum höggum við finnann ákvað Viktor að sækja single leg, keyra andstæðinginn upp við búrið og hafnaði bardagann svo í gólfinu eftir það. Viktori tókst ekki að komast í góða ground n pound stöðu og gerði finninn vel í því að láta ekki halda sér niðri. Viktor sigraði líklega lotuna þrátt fyrir að hafa hafnað í botnstöðu þegar um 20 sekúndur voru eftir af lotunni.
Viktor virtist fara inn í aðra lotu með sama hugarfari og áður. Hann opnaði lotuna með flottu low kick og skaut svo seinna í single leg og keyrði Björkroth upp við búrið og svo í gólfið. Björkroth tókst þó að standa upp og tók svo Viktor niður og aftur endaði hann lotuna á toppnum.
Viktor virtist hafa þreyst ansi mikið í annarri lotu en í þeirri þriðju var það Björkroth sem ákvað að hafa frumkvæði í glímunni. Hann keyrði Viktor upp að búrinu og svo í gólfið þar sem bardaginn fór að mestu fram undir lokin.
Viktor tapaði á dómaraákvörðun en bardaginn var virkilega jafn og spennandi. Eftir bardagann birti Viktor færslu á Instagram-síðunni sinni þar sem hann þakkaði fyrir stuðninginn og óskaði Björkroth til hamingju með sigurinn eins og alvöru keppnismaður.
