Home Innlent Logi Geirsson pakkaði Gustaf Sandelin saman og varð tvöfaldur Norðurlandameistari!

Logi Geirsson pakkaði Gustaf Sandelin saman og varð tvöfaldur Norðurlandameistari!

0

Logi Geirsson barðist sinn annan bardaga á Norðurlandamótinu í kvöld. Í þetta sinn mætti hann Gústaf Sandelin frá Svíþjóð.

Bardaginn var rétt um tvær mínútur og var gott sem einstefna allan tímann. Logi virtist ætla að leika sér örlítið standandi og var nálægt því að lenda höfuðsparki alveg clean á Sandelin. Sá sænski virtist stressast við striking-getuna hans Loga og ákvað að leita í glímuna. Þar með hafði hann gott sem skrifað sig út úr mótinu en Logi slengdi honum í gólfið, tók bakið og fann svo rear naked choke eftir örlítið ground n pound.

Virkilega flott frammistaða hjá Norðurlandameistaranum sem mætir með sjálfstraustið í botni á Glacier Fight Night þann 28. febrúar.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version