Home Innlent Anton Smári tók bronsið á Norðurlandamótinu

Anton Smári tók bronsið á Norðurlandamótinu

0

Anton Smári Hrafnhildarson barðist upp á bronsið á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Hann mætti Robin Kristiansen sem ætti að vera orðinn flestum íslenskum MMA-aðdáendum kunnugur.

Anton Smári sá alfarið um að pressa í fyrstu lotu og var oft nálægt því að lenda sínum víðfræga vinstri krók. Robin á það til að festast með bakið upp við búrið en hann passaði sig að leika þann óleik ekki gegn Antoni Smára, sem þó tókst að hóta glímunni og keyra hann upp að búrinu.

Önnur lotan var meira af því sem við sáum í þeirri fyrri. Anton leitar í glímuna sem endar upp við búrið. Robin lét Anton vinna fyrir fellunni sinni sem kom að lokum en þeim norska tókst að standa fljótlega upp aftur. Tiltölulega óspennandi lota sem gat ekki annað en farið rakleitt til Antons.

Bardaginn breyttist lítið á milli lotna. Anton lenti hins vegar fallegri 3 – 2 fléttu beint í andlitið á Robin áður en önnur fellutilraun hófst hjá Antoni þar sem Robin varðist hrikalega vel.

Eftir bardagann virtist Robin Kristiansen virkilega sannfærður um að hann hefði gert eitthvað minnisstætt og merkilegt í bardaganum. Dómararnir gáfu klofinn dómaraúrskurð til Antons en þann dóm má telja ansi furðulegan þar sem að Anton réði öllu í búrinu allan tímann.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version