Home Forsíða Myndband: Bjarki með glæsilegt rothögg í gær

Myndband: Bjarki með glæsilegt rothögg í gær

0
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Shinobi War 7 fór fram í Liverpool í gær þar sem Mjölnir sendi þrjá fulltrúa. Bjarki Ómarsson náði glæsilegum sigri með rothöggi í gær sem má sjá hér að neðan.

Bjarki var fyrstur af Íslendingunum og vakti heldur betur athygli á sér. Hann sigraði andstæðing sinn með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 19 sekúndur. Bjarki náði tveimur glæsilegum spörkum í röð og var fljótur að klára þetta.

Egill Øydvin Hjördísarson var einn af þremur Mjölnismönnum sem átti að keppa í gær en nokkrum tímum fyrir bardagann var þeim tilkynnt að andstæðingurinn myndi ekki mæta.

Hrólfur Ólafsson háði harðan bardaga í gær og mátti sætta sig við tap eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu. Hrólfur var nálægt því að klára bardagann í fyrstu lotu en andstæðingurinn náði að þrauka út lotuna.

Rothöggið má sjá hér að neðan.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version