Home Innlent No Contest og tap í svekkjandi lokahnikk ársins

No Contest og tap í svekkjandi lokahnikk ársins

0

Reykjavík MMA hélt út í síðustu keppnisferð ársins. Ari Biering og Tiago Oliveira áttu bókaðan bardaga á Caged Steel 41 en kvöldið þróaðist ekki í MMA jólagjöfina sem aðdáendur vonuðust eftir.

Ari Biering mætti Jacob Calvin í sjötta bardaga kvöldsins. Ari byrjaði bardagann mjög sterkt og sýndi miklar bætingar í striking. Calvin greip spark frá Ara og keyrði hann upp við búrið til að brjóta upp bardagann. Ari gerði sér lítið fyrir og smeigði sér á bakið hans Calvins úr standandi clinch stöðu við búrið. Lotan var sannkölluð einstefna og vildu sumir sófadómarar dæma lotuna 10 – 8 fyrir Ara þar sem Calvin tókst ekki að koma neinni sókn í gang og þurfti stanslaust að verjast uppgjafartökum frá Ara í lotunni.

Í annarri lotu ákvað Calvin að breyta til og náði Ara í gólfið. Ari kemur sér að búrinu og í Turtle-stöðu. Calvin gætti engan veginn nægilega vel að höggunum sínum og lét hammer-fists dynja aftan á höfuðið hans Ara. Minnst sex högg rötuðu aftan á hnakkann á Ara frá Calvin. Dómarinn stöðvaði viðureignina og taldi læknirinn ekki skynsamlegt að láta bardagann halda áfram þar sem Ari var sjáanlega mjög vankaður eftir hrynu af ólöglegum höggum. Bardaginn var dæmdur No Contest en aðrir vilja meina að brotið hefði átt skilið Disqualification.

Í næst síðasta bardaga kvöldsins mætti Tiago Oliveira heimamanninum Will Brown í atvinnumannabardaga. Tiago réði lögum og logum í fyrstu lotu og stór sá á Brown þegar hann komst loksins í hornið sitt eftir lotuna. Tiago er striker af guðs náð og nýtti jabbið og lágspörk virkilega vel í upphafi viðureignarinnar.

Í annarri lotu snérist bardaginn gegn Tiago. Brown tókst að taka bardagann í gólfið og ná toppstöðu. Þar lét hann ground N pound dynja yfir Tiago en það var erfitt að benda á eitt ákveðið högg sem olli miklum skaða, en Tiago var orðinn ansi vankaður þegar dómarinn steig inn og stöðvaði bardagann.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version