Home BJJ Reykjavík Open 2 heppnaðist vel um helgina (Myndir)

Reykjavík Open 2 heppnaðist vel um helgina (Myndir)

0

Reykjavík MMA Open var haldið í annað skiptið á laugardaginn var. Boðið var upp á tíu flokka en keppt var í sex flokkum á tveimur völlum yfir daginn en eins og tíðkast á Open mótum var þátttakendunum ekki skipt eftir beltum. Keppnisloturnar voru 5 mínútur hvor um sig, að undanskildum úrslitarviðureignum sem voru 10 mínútur.

Mótinu var streymt í gegnum YouTube rás MMA Frétta og má finna hlekk á mótið hér fyrir neðan.

Alls voru 54 keppendur á mótinu og skipt í eftirfarandi flokka:

+2 ár æfingartími: -70kg KK, -85kg KK, +85kg KK, -65kg KVK, +65kg KVK

-2 ár æfingartími: – 70kg KK, -85kg KK, +85kg KK, -65kg KVK, +65kg KVK

2 ár, -70 kg KK

10 keppendur kepptu í flokknum en það var að lokum Flóki Halldórsson sem sigraði flokkinn eftir úrslitaglímu gegn Daníel Egilssyni.

-2 ár, -85 kg KK

13 keppendur kepptu í flokknum en það var að lokum MMA kappinn Vitalii Korshak sem sigraði flokkinn eftir úrslitaviðureign gegn Baltasar Diljan.

-2 ár, +85kg KK

13 keppendur kepptu í þungavigtinni. Ari Jónsson frá Reykjavík MMA sigraði flokkinn eftir úrslitaviðureign gegn Roman Korshak.

Myndir frá Instagram: iceland_arctictwarrior

+2 ár -85 kg flokkur

Ekki var keppt í -70 kg flokki karla, en Jón Frank frá Mjölni var einn í flokknum og tók fyrstu verðlaun fyrir vikið. Það voru tíu strákar skráðir í flokkinn en Mjölnismenn tóku þrjú efstu sætin. Hinn hárprúði Stefán Fannar hreppti gullið eftir dóminerandi frammistöðu á mótinu.

+2 ár +85 kg flokkur

Fimm stórir og reynslumiklir strákar tóku þátt á mótinu. Selfyssingurinn Egill Blöndal tók gullið eftir úrslitaglímu gegn Eggert Djaffer frá Mjölni.

Kvennaflokkurinn: +2 ár +65 kg

Það vantaði örlítið upp á kvennaflokkana. En þær Sara Locatelli og Dagmar Sigurleifsdóttir, betur þekkt sem Dammý, héldu uppi heiðri alþjóðlegra kvenna. Sara og Dammý kepptu þrisvar sinnum og var það að lokum Sara sem hafði betur 2 – 1.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version