Þorleifur Feykir Veigarsson var rétt í þessu að tryggja sér inn í úrslit á Norðurlandamótinu í Skara, Svíþjóð. Feykir sigraði Markus Uysal frá Kingpin Grappling Academy á einróma dómaraákvörðun, sýndi mjög góða takta og tók líklega allar þrjár loturnar.
Markus Uysal var 3-0 sem áhugamaður komandi inn í þennan bardaga en Feykir að þreyta frumraun sína í MMA. Það var greinilegt að Uysal vildi þvinga fram glímuviðureign í þessum bardaga en Feykir gerði vel að verjast því og lét Usyal finna vel fyrir höggunum sínum, sérstaklega lágspörkum. Í annarri lotu snýr Feykir vörn í sókn þegar Usyal reynir aftur að þvinga fram glímu og endar Feykir ofan á og lét Usyal finna fyrir nokkrum góðum höggum í gólfinu úr halfguard. Í þriðju lotu var ljóst af Feykir var betri allsstaðar og Uysal var greinilega orðinn hræddur við höggin hans Feykis og vildi ekki taka við of mörgum af þeim í viðbót. Feykir ákvað þó að skjóta í fellu sem hann náði og tekur bakið. Feykir gerði tilraun að rear naked choke sem gekk ekki alveg en sigldi þessu þægilega heim þó Usyal hafi náð að hrista hann af sér í smástund.
Þetta var rosalega sterk frumraun hjá Feyki og verður spennandi að sjá hann í úrslitum á morgun!
