Viktor Gunnarsson sigraði Eric Nordin á Norðurlandamótinu í Skara, Svíþjóð með rear naked choke uppgjafartaki í þriðju lotu. Eric Nordin ætti að vera íslenskum bardagaaðdáendum kunnugur en hann mætti Hákoni Erni Arnórssyni í aðalbardaga Glacier Fight Night í nóvember.
Nordin vildi þvinga fram glímuna gegn Viktori sem sneri vörn í sókn og tók bakið á Nordin. Viktor náði ekki seinni króknum inn og Nordin náði að hrista Viktor af sér. Viktor átti nokkrar armbar tilraunir og ein af þeim var ekki langt frá því að heppnast en Nordin endar lotuna í toppstöðu.
Viktor lendir góðum vinstri krók snemma í annarri lotu og skiptir svo yfir í southpaw stöðu gegn Nordin sem er einnig southpaw. Báðir menn virtust vera til í að halda þessu standandi og stræka en Viktor skaut svo í fellu og náði bakinu. Aftur nær Nordin að hrista Viktor af sér á svipaðan hátt og endar ofan á í halfguard. Viktor nær aðeins að bæta stöðuna sína en þó ekki nema bara í full guard og lotan endar þar. Nordin náði lítið að koma inn höggum, skora inn stig og nýta toppstöðuna þegar hann komst í hana.
Viktor fer beint aftur í glímuna í þriðju lotu og skítur inn. Hann nær aftur bakinu en kemur ekki seinni króknum inn. Nordin kemst á lappir og endar svo á að ná góðri fellu og lendir beint í mount á Viktori. Viktor var þó ekki lengi að koma sér útur þeirri stöðu og taka aftur bakið á Nordin. Að þessu sinni tókst Viktori að ná báðum krókum inn og fletur Nordin út í miðju búrinu. Viktor lendir nokkrum góðum höggum til að opna leið fyrir choke hendina sem hann nær undir hökuna og Nordin neyðist til að tappa út.
Sterk frammistaða frá einum okkar besta og reynslumesta áhugamanni í sportinu og verður gaman að fylgjast með honum í úrslitunum á morgun!
