Home Erlent Spámaður helgarinnar: Bjarki Ómarsson (UFC 201)

Spámaður helgarinnar: Bjarki Ómarsson (UFC 201)

0
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.
Bjarki Ómarsson
Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Spámaður helgarinnar að þessu sinni er bardagakappinn Bjarki Ómarsson. Bjarki er að fara að berjast í kvöld á Shinobi War 8 bardagakvöldinu í Liverpool.

Bjarki er mikill MMA áhugamaður og horfir á hvert einasta bardagakvöld. Bjarki telur að óvænt úrslit eigi sér stað í nótt.

Titilbardagi í veltivigt: Robbie Lawler gegn Tyron Woodley

Við erum búin að fá mikið af óvæntum úrslitum í titilbardögum á þessu ári og ég hef það á tilfinningunni að það muni halda áfram. Tyron Woodley mun sjokkera okkur og vinna Robbie Lawler með rothöggi í 2. lotu.

Strávigt kvenna: Rose Namajunas gegn Karolina Kowalkiewicz

Rose er uppáhalds kvenna fighterinn minn og tekur þetta í 2. lotu með uppgjafartaki.

Veltivigt: Matt Brown gegn Jake Ellenberger

Ég held að Jake Ellenberger sé alveg búinn á því greyið. Matt Brown er auðvitað algjört skrímsli og þetta gæti verið besti bardagi kvöldsins. Ég held að Matt Brown klári Ellenberger í 2. lotu.

Bantamvigt: Francisco Rivera gegn Erik Perez

Ég held að Francisco Rivera vinni þetta á stigum. Þetta verður nokkuð öruggur sigur en veit svo sem lítið um Perez. Þetta á eftir að haldast standandi að mestu leyti og Rivera sigrar örugglega eftir dómaraákvörðun.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version