Home Erlent UFC 205 fer fram í Madison Square Garden þann 12. nóvember

UFC 205 fer fram í Madison Square Garden þann 12. nóvember

0

ufc new york 2UFC mun halda sinn fyrsta viðburð í New York þann 12. nóvember á þessu ári. MMA var nýlega lögleitt í ríkinu eftir 19 ára bann.

Þetta tilkynnti Lorenzo Fertitta, einn af eigendum UFC, í dag við undirritun lagafrumvarpsins. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, samþykkti lagafrumvarpið í Madison Square Garden í dag. Lagafrumvarpið hafði áður verið samþykkt af þingi New York fylkis þann 22. mars.

UFC stjörnurnar Chris Weidman og Ronda Rousey voru viðstödd viðburðinn í dag en Lorenzo Fertitta nýtti tækifærið og tilkynnti fyrsta UFC viðburðinn sem haldinn verður í New York.

UFC 205 fer fram í Madison Square Garden og verður fyrsti viðburður UFC í ríkinu í 21 ár. Eini UFC viðburðurinn sem haldinn hefur verið í New York ríki hingað til er UFC 7 sem fór fram í Buffalo. UFC 205 fer fram þann 12. nóvember en fyrsta bardagakvöld UFC fór einmitt fram þann 12. nóvember 1993. Bardagakvöldið í New York mun því marka 23 ára afmæli UFC.

Enginn bardagi hefur verið staðfestur á UFC 205 enda enn langt í viðburðinn. Það má þó búast við því að bardagakvöldið verði stjörnum prítt enda fjölmargir UFC bardagamenn sem koma frá New York.

Sjá einnig: Meira um lögleiðingu MMA í New York

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version