Home Erlent Verstu meiðsli Josh Barnett? Boginn limur

Verstu meiðsli Josh Barnett? Boginn limur

0

Eftir meiðsli þungavigtarmannanna Cain Velasquez og Fabricio Werdum tjáði Josh Barnett sig um sín verstu meiðsli á ferlinum. Óhætt er að segja að svar Barnett hafi komið á óvart.

Þeir Fabricio Werdum og Cain Velasquez áttu að mætast á UFC 196 þann 6. febrúar. Bardaginn átti að vera upp á þungavigtartitilinn en báðir drógu þeir sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Þungavigtarmaðurinn Josh Barnett mætir Ben Rothwell á UFC on Fox 18 bardagakvöldinu um helgina en á sérstökum hádegisverði sat Barnett fyrir svörum blaðamanna. Vegna meiðsla Velasquez og Werdum spurði Karyn Bryant um verstu meiðsli Barnett.

Barnett sat ekki á svörum og sagðist eitt sinn hafa verið með „boginn lim“. Þau meiðsli gáfu „lífinu nýjan vinkil“ eins og hann orðaði það svo skemmtilega.

NO COMMENTS

Leave a ReplyCancel reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Exit mobile version