Það var nóg um að vera í vikunni. Við byrjum á að gera upp áhugavert UFC kvöld í Mexico City þar sem að Brendon Royval vann umdeildan sigur á Brendon Moreno.
Við förum einnig yfir síðasta dag vor Bikarmóts HNÍ sem haldið var í VBC á laugardaginn. Þar stóð helst uppúr viðureign Viktor Zoega gegn Hafþóri Magnússyni sem ölli miklu fjaðrafoki og þurftu dómarar aldreilis að svara fyrir sig.
Hákon Örn Arnórsson keppti í Svíþjóð og þurfti að sætta sig við tap þar. Við ræðum góða frammistöðu, en svekkjandi niðurstöðu sem Hákon þurfti að sætta sig svið gegn Randy Fungula.
Við bindum svo enda á þáttinn með Nickname mayhem spurningaleiknum okkar ásamt því að ræða aðalbardaga næstu helgar sem er Rozenstruik vs. Gaziev.