Norðurlandameistaramótið sem strákarnir í Mjölni kepptu á er loksins komið á netið. Mótið er samstarf milli danska MMA-sambandsins og MMA Galla-sýningarinnar. Alls voru fjórir keppendur frá Mjölni á mótinu. Eins og alþjóð veit vann Logi Geirsson flokkinn sinn með hreint glæsilegri frammistöðu en Mikael Aclipen þurfti að sætta sig við heljarinnar dómaraskandal. Það er því full ástæða til þess að kíkja á bardagana og koma sér inn í umræðuna. Julius Bernsdorf og Aron Franz kepptu einnig á mótinu en þurftu að sætta sig við tap í fyrstu viðureignunum sínum.
Norðurlandameistaramótið sem strákarnir í Mjölni kepptu á er loksins komið á netið. Mótið er samstarf milli danska MMA-sambandsins og MMA Galla-sýningarinnar. Alls voru fjórir keppendur frá Mjölni á mótinu. Eins og alþjóð veit vann Logi Geirsson flokkinn sinn með hreint glæsilegri frammistöðu en Mikael Aclipen þurfti að sætta sig við heljarinnar dómaraskandal. Það er því full ástæða til þess að kíkja á bardagana og koma sér inn í umræðuna. Julius Bernsdorf og Aron Franz kepptu einnig á mótinu en þurftu að sætta sig við tap í fyrstu viðureignunum sínum.
Norðurlandamótið í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fór fram um síðustu helgi í Danmörku en þátttakendur voru frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Hvert land mátti senda einn keppenda í hverjum þyngdarflokki. Alls kepptu fjórir keppendur fyrir Íslands hönd og voru þeir allir úr Mjölni en þetta voru þeir, Aron Franz Bergmann Kristjánsson í léttivigt, Mikael Aclipen í veltivigt, Logi Geirsson í millivigt og Júlíus Bernsdorf í þungavigt. Gunnar Nelson fylgdi hópnum sem þjálfari ásamt fleirum.
Kolbeinn „The Icebear“ Kristinsson mætti Mika Mielonen í Kisahalli leikvanginum í gærkvöldi. Það var möguleiki á átta lotum í bardaganum en það tók Kolbein einungis fimm lotur að sigra Mika. Mika sýndi flotta takta í bardaganum og minnti áhorfendur á af hverju hann er metinn hátt meðal hnefaleikamanna.
Kanadamaðurinn Kyle Sleeman, margverðlaunaður BJJ-keppandi, kemur til landsins og heldur Seminar 20. - 22. september. Kyle er mjög virkur BJJ-keppandi og hefur gefið út mikið af kennsluefni á Youtube og BJJ Fanatics. Kyle er mikill Íslandsvinur og hefur áður haldið Seminar sem fékk einróma lof þátttakenda.
Næst besti glímumaðurinn í dag, Craig Jones, fer af stað með glímukeppnina sína Craig Jones Invitationals í kvöld. CJI var stofnað sem hálfgerður gjörningur og gagnrýni á ADCC sem hefur hingað til verið stærsta og virtasta BJJ-keppnin í heiminum. CJI verður haldið sömu helgi og ADCC til þess að veita harða samkeppni og hafa mörg af vinsælustu glímukeppendunum í dag ákveðið að keppa frekar á CJI í Bandaríkjunum en að keppa á ADCC í Dubai. CJI verður best launaðasta BJJ mót frá upphafi.
Fyrsta Íslandsmeistaramótið í No-Gi glímu fór fram um helgina og heppnaðist dagurinn mjög vel. Mótið fór fram í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum og var keppt var bæði í barna- og fullorðinsflokkum þennan dag.
Fyrsta Íslandsmeistaramótið í Nogi glímu fer fram næstkomandi laugardag í húsakynnum Ármanns í Laugardalnum. BJÍ hefur hingað til haldið árlegt mót í Gi en hefur núna ákveðið að gera hvoru tveggja.
Ein stærsta glímuviðureign í sögu One Championship mun fara fram í Denver föstudaginn 6. September þegar Mikey Musumeci mun mæta núverandi léttvigtarmeistaranum Kade Ruotolo.
Eins og lesendur hafa eflaust tekið eftir hefur virknin hér á vefnum farið niður á við á undanförnum árum. Slíkt gerist með hækkandi aldri, barneignum og öllu sem fylgir lífinu. Virknin mun þó breytast á næstu vikum enda nýir tímar framundan.