Saturday, September 28, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeUncategorizedElmar Gauti Halldórsson úr leik á Dacal World Cup

Elmar Gauti Halldórsson úr leik á Dacal World Cup

Elmar Gauti Halldórsson lauk keppni á Dacal World Cup eftir tap með klofinni dómaraákvörðun gegn sterkum anstæðing í undanúrslitum,

Elmar Gauti Halldórsson barðist í undanúrslitum á Dacal World Cup í gær 27. september gegn Cadi Baraia. Elmar fékk mjög sterkan andstæðing í undanúrslitum en Chadi er landsmeistari í Frakklandi í hnefaleikum og sigraði Dacal World Cup 2023.

Elmar byrjaði fyrstu lotu ágætlega, pressaði Cadi vel og var að lenda góðum stungum en um miðja lotuna nær Cadi inn mjög sterku höggi sem tók Elmar úr jafnvægi. Í kjölfarið raðaði Chadi inn sterkum höggum og var í stórsókn þangað til dómarinn steig inn og taldi yfir Elmari. Chadi er með mjög góðar höfuðhreifinar, verst með hendurnar neðarlega og treystir mikið á fótahreyfingar og höfuðhreyfingar. Erfið lota fyrir Elmar sem Chadi vann sannfærandi. Önnur lotan var jafnari, Elmar reyndi að koma inn sterkari höggum en í fyrstu lotu og hitti Chadi nokkrum sinnum ágætlega. Chadi hélt áfram að nota hreyfingar til að komast undan höggum Elmars og er ótrúlega sleipur í því, ótrúlega erfitt að hitta þennan dreng. Jöfn lota þar sem báðir menn voru að ná inn höggum en Elmar tók mikið af höggunum hans Chadi á hanskana enda mjög skólaður, alltaf með hávörnina á sínum stað. Í þriðju lotu sáum við allt aðra útgáfu af Elmari, hann var villtari, sló mikið af sterkum höggum, hann var skynsamir að slá meira í skrokkinn á Chadi og endaði flétturnar á því að slá í höfuð en Elmari gekk mikið betur að hitta Chadi í þriðju lotunni heldur en fyrstu tveimur. Chadi reyndi að vera sleipur með hendurnar niðri en Elmar var of ágengur og það gekk töluvert verr hjá Chadi að verjast höggunum hans Elmars í þriðju lotu. Jöfn lota samt sem áður Chadi náði líka inn sínum höggum og var sleipur á köflum en Elmar var betri í þessari lotu.

Að lokum úrskuðuðu dómararnir Chadi Baraia sigurvegara á klofinni dómaraákvörðun en þetta var hörkubardagi og getur Elmar gengið stoltur frá borði eftir þetta mót. Á Instagram síðu Elmars segir hann sjálfur að hann hafi byrjað bardagann of rólega en horfir framm á veginn og segir stutt í næstu keppnir.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular