Imperium Fightclub héldu út fyrir landsteinana um helgina á Granda K-1 kickbox mótið sem haldið er í Varsjá, Póllandi með 4 bardagamenn sem fóru allir í erfiða bardaga á sunnudeginum. Lærisveinar Þórðar Bjarkar sóttu sér dýrmæta reynslu og einn sigur á mótinu.
Adrian Blyskawica fór í sinn fyrsta bardaga gegn reynslumiklum andstæðingi. Adrian er talinn mjög efnilegur og var því sérstaklega óskað eftir erfiðum andstæðingi. Adrian sýndi það og sannaði hversu efnilegur hann er þegar hann sló andstæðing sinn niður í fyrstu lotunni og endaði svo á að sigla sigrinum heim.
Mateusz Czarny Czolg fór í sinn þriðja bardaga, nú í -91kg flokki, en hann hefur áður keppt í -86kg flokki þar sem hann hafði klárað báða bardagana með rothöggi. Mateusz sigraði þennan bardaga með tæknilegu rothöggi í 3. lotu en andstæðingur hans var mjög reynslumikill, með 19 hnefaleikabardaga og 5 kickbox bardaga.
Seslav Rece do Gory mætti sterkum andstæðingi í -86kg flokki og var bardaginn hnífjafn að sögn Þórðar þjálfara Imperium en var stöðvaður vegna misskilnings reynslulítils dómara í 2. lotu.
Arek Niszczyciel sem hefur aðeins æft í 1 ár mætti andstæðingi með svipaða tæknilega getu og reynslu. Bardaginn var jafn en féll því miður ekki með okkar manni í þetta skiptið.
Adrian er á leiðinni í aðgerð eftir að hafa brotið þumalinn sinn illa í bardaganum. Imperium eru svo að bíða eftir að fá andstæðing fyrir Mateusz í Svíþjóð 7. júní og eru að skoða aðrar keppnir í Póllandi fyrir hann. Seslav mun svo kveðja Imperium en hann er að flytja aftur heim til Búlgaríu. Arek sem tók sinn fyrsta bardaga um helgina tekur kannski annan seinna, en það á eftir að koma í ljós.