spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxÍslenskt bardagafólk fóru í Víking til Danmerkur og komu til baka drekkhlaðin...

Íslenskt bardagafólk fóru í Víking til Danmerkur og komu til baka drekkhlaðin gulli

Hillerød Boxing Cup fór fram um helgina í Danmörku en hópur af bardagafólki frá WCBA fór í ránsferð til Danmerkur og komu heim drekkhlaðin gulli.

Í ungmennaflokkum voru tveir keppendur frá Íslandi sem hlutu gullverðlaun en það eru þeir Ronald Bjarki Mánason og Sverrir Þór Ragnarsson. Ronald Bjarki sigraði úrslitabardagann með dómaraákvörðun og vann gullverðlaun í U-17 ára flokki undir 48 kg. Sverrir Þór gerði sér lítið fyrir og sigraði úrslitabardagann í U-19m ára -63,5 kg flokki með tæknilegu rothöggi.

Í Elite flokkum voru þrír keppendur frá Íslandi sem unnu til gullverðlauna en það eru þeir Teitur Þór Ólafsson, William Þór Ragnarsson og Elmar Gauti Halldórsson. Teitur Þór keppti í undir 71 kg flokki, William Þór sigraði þá undir 75 kg Elite flokkinn. Í Elite A flokk gerði Elmar Gauti Halldórsson virkilega vel með því að sigra -75 kg flokkinn en Elmar keppti á Dacal Cup á Spáni nýlega og fékk brons þar.

Flottur árangur hjá íslensku bardagafólkinu okkar á þessu öfluga hnefaleikamóti.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular