spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeMMAAlexander Volkov dregur sig úr leik á UFC 308

Alexander Volkov dregur sig úr leik á UFC 308

Alexander Volkov hefur dregið sig úr keppni á UFC 308 sem fer fram 26. október næstkomandi þar sem hann átti að mæta franska bardagakappanum Ciryl Gane.

Á Instagram síðu Alexander Volkov tilkynnir hann hafi orðið fyrir hnémeiðslum og geti ekki keppt á UFC 308 en töluverð eftirvænting hefur ríkt á meðal bardagaáhugamanna eftir þessum bardaga en þeir hafa mæst áður í júní árið 2021 þar sem Gane sigraði með einróma dómaraákvörðun.

Þungavigtardeild UFC hefur verið stöð undanfarin ár en eru nú merki um að ferska vinda og hefði sigurvegarinn úr bardag Gane og Volkov verið líklegur til að berjast um titil á næstu mánuðum. Þann 17. nóvember næstkomandi eigast við Jon Jones og Stipe Miocic um þungavigtartitil UFC og er alt eins líklegt að sigurvegarinn í þeim bardaga, hvort sem það verði Stipe eða Jones, leggi hanskana á hilluna eftir bardagann. Ef þær aðstæður koma upp er ljóst að Tom Aspinall vantar dansfélaga til að berjast við um þungavigtarbeltið og þar hefði sigurvegarinn úr þessari viðureign Gane gegn Volkov verið mjög líklegur.

Það er því til mikils að vinna fyrir aðra bardagamenn í deildinni að fá tækifæri til að stíga inn og berjast við Gane á UFC 308. Ekki er víst hvort UFC finni annan annstæðing til að berjast við Gane eða hvort hætt verði við bardagann en af sex bestu þungavigtarköppum UFC eru Tom Aspinall- Sergei Pavlovich og Curtis Blades ekki með skipulagða bardaga. Líklega mun Tom Aspinall bíða eftir úrslitum í bardaga milli Jon Jones og Stipe Miocic en við fylgjums spennt með tilkynningum frá UFC hvernig þeir ætla sér að tækla meiðsli Alexander Volkov.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular