Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði nýlega fram frumvarp um lögleiðingu atvinnuhnefaleika fyrir þingið. Lög um bann á hnefaleikum tóku gildi 29. september 1956...
Norðurlandamótið í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fór fram um síðustu helgi í Danmörku en þátttakendur voru frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Hvert land mátti senda einn keppenda í hverjum þyngdarflokki. Alls kepptu fjórir keppendur fyrir Íslands hönd og voru þeir allir úr Mjölni en þetta voru þeir, Aron Franz Bergmann Kristjánsson í léttivigt, Mikael Aclipen í veltivigt, Logi Geirsson í millivigt og Júlíus Bernsdorf í þungavigt. Gunnar Nelson fylgdi hópnum sem þjálfari ásamt fleirum.
Það er komið að Caged Steel 37! Bardagabræðurnir Bjarki Þór og Magnús Ingi ásamt Hrafni Þráinssyni leiða föruneytið sitt til Doncaster, Englandi á annað Caged Steel kvöld. Þetta er það stærsta í sögu Reykjavík MMA sem mun eiga tvær titilvarnir og tvo bardaga á atvinnumannastigi á laugardaginn kemur.