Mackenzie Dern og Amanda Ribas eigast við í aðalbardaga kvöldsins á UFC fight night 249 sem er á dagskrá aðfaranótt sunnudags nú um helgina. Þær sátu fyrir svörum á fréttamannafundi í tengslum við bardagann þar sem þær tjáðu sig meðal annars um fyrsta bardaga þeirra á milli þar sem Ribas sigraði með einróma dómaraákvörðun árið 2019.
Aðspurð sagði Ribas að hún sæi fyrir sér að sigri hún Dern um helgina muni hún komast nálægt titilbardaga næst. Hún sagði að þar sem þær hafa báðar sigrað Virnu Jandiroba sem er í þriðja sæti á lista UFC í strávigtinni væri allt eins líklegt að hún fengi titilbardaga næst sigri hún Dern. Ég er búin að sigra tvo bardaga í röð og hef sigrað Virnu svo ég er tilbúin að vera til vara í næsta titilbardaga eða berjast aftur við Virnu um hvor fær næsta titilskot.
Dern var spurð hvort hún væri bjartsýn á að ná sigri á móti Ribas og af hverju þessi bardagi ætti að enda með öðrum hætti en fyrsti bardagi þeirra. Derna sagði að hún væri önnur manneskja í dag en hún var þegar hún og Ribas áttust við síðast. Dern sagði að hún væri búin að þróa sinn leik mikið, hún væri búin að vinna í sparkboxinu sínu og fellum og hún hafi unnið sér inn mikilvæga reynslu frá síðasta bardaga. Ég er búin að berjast við konur sem slá fastar en Ribas sem hefur gengið vel frá síðasta bardaga en auðvitað ef hún finnur rétta höggið er alltaf hægt að vera tekin úr jafnvægi eða rotuð sasgði Dern. Aðspurð hvort hún sjái eftir því að hafa tekið fyrsta bardagann við Ribas kvaðst Dern gera það. Hún sagði að hún hafi vissulega lært af tapinu og væri reynslunni ríkari en eftir á að hyggja hefði hún viljað bíða aðeins lengur en á þeim tíma var hún að koma úr barneignarfríi.
Hvort Dern hafi náð að þróa sinn leik nógu og mikið til þess að sigra Ribas mun tíminn leiða í ljós en hún hefur vissulega náð miklum framförum á undanförnum árum.