Bardagakvöld Cage Steel byrjar með látum en Hákon Arnarson var að klára sinn bardaga með flottu rothöggi í fyrstu lotu. Þrír aðrir bardagamenn eru bókaðir á kvöldið en Aron Kevinson bættist við þann hóp en hann tók bardaga með um klukkustundar fyrirvara. Þetta er góð viðbót við annars frábært kvöld en Aron Kevinson er virkilega flottur standandi og er einnig mjög frambærilegur glímumaður. Aron Kevinson berst á móti Ryan Shaw og er hægt a sjá bardagann á streimi mmafrétta og auðvitað verður bardaginn sýndur beint á heimavelli bardagaíþrótta á Íslandi Minigarðinum.
Aron Kevinson tekur bardaga á Cage Steel með um klukkustundar fyrirvara
RELATED ARTICLES