Rhys McKee og Daniel Frunza mættust á prelims korti UFC bardagakvöldsins í Apex-inu um helgina þar sem Rhys McKee sótti sinn fyrsta sigur í sínum fimmta bardaga fyrir samtökin. Rhys McKee sagði sjálfur eftir bardagann að hann væri vanmetnasti bardagamaðurinn innan UFC.
McKee var látinn fara eftir tvo ósigra í UFC og sneri aftur í Cage Warriors þaðan sem hann kom. McKee hafði unnið þrjá bardaga þar á bæ, tvö fyrstu lotu rothögg og einn sigur eftir uppgjafartak, og var það nóg til þess að vinna sér inn UFC samning. Í UFC frumraun sinni í júlí 2020 mætti hann Khamzat Chimaev sem kláraði hann í fyrstu lotu og eftir seinna UFC tapið gegn Alex Morono var hann látinn fara. Hann sneri aftur til Cage Warriors og barðist þrjá aðra bardaga þar sem hann kláraði alla, vann lausan titil (vacant) og sameinaði beltin. Hann fékk svo annað tækifæri innan UFC eftir það en tapaði aftur tveimur bardögum í röð, í þetta skiptið gegn Ange Loosa og Chidi Njoukani.
Það var bráðnausynlegt fyrir Rhys McKee að ná sigri um helgina til þess að halda sæti sínu innan sambandsins og gerði hann gott betur. McKee fékk frammistöðu bónus fyrir sigur sinn en hann sló Frunza niður í þrígang og þurfti dómarinn að stöðva bardagann eftir fyrstu lotu vegna skurðar í vör en Frunza var einnig kominn með mjög bólgið auga og skurð undir því líka. Þetta voru rosalegar 5 mínútur og hvetjum við lesendur til að horfa á þennan bardaga eða a.m.k. myndbrotið hér að neðan.