spot_img
Tuesday, December 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxBeterbiev sigrar Bivol með umdeildri dómaraákvörðun (myndband)

Beterbiev sigrar Bivol með umdeildri dómaraákvörðun (myndband)

Mikil eftirvænting hefur verið á meðal áhugamanna um hnefaleika fyrir bardaga milli Artur Beterbiev og Dmitry Bivol þar sem þeir skáru úr um hvor væri óumdeilanlegur meistari í léttþungavigt. Fyrir bardagann voru báðir bardagamenn handhafar heimstitla í léttþungavigt en með þessum bardaga yrðu allir stóru heimstitlar léttþungavigtarinnar á einum hendi.

Bardaginn var taktísk barátta þar sem góður fótaburður og snarpar fléttur frá Bivol hjálpuðu honum að ná smá forskoti og var meðbyrinn með Bivol að einhverju leyti í fyrstu fjórum til fimm lotunum. Á þeim tímapunkti fór stöðug pressa Beterbievs og sterk högg frá honum að snúa gangi bardagans og Beterbiev jók pressuna svo til allan bardagann og var ekki að sjá í síðustu tveimur lotunum að Beterbiev væri að nálgast fertugt en hann er samkvæmt Tapology síðunni 39 ára gamall.

Að endingu var klofin dómaraákvörðun Beterbiev í vil en sitt sýnist hverjum í bardagaheiminum, margir sögðu dómarana hafa rænt Bivol sigrinum í kjölfar niðurstöðunnar. Eddie Hern sem er hluti af liðsheild Bivol sagði eftir bardagann að það væri algjörlega viðbjóðslegt að gefa Bivol bara fjórar lotur í bardaganum og að þessi dómari ætti ekki að fá annað starf sem stigadómari í hnefaleikum.

Þessi bardagi var mjög jafn og erfitt að segja til um hver sigraði margar lotur og því varla hægt að kalla þetta rán en vonandi fáum við annan bardaga milli þessarar tveggja meistara því svona bardagar er það sem hnefaÞessi bardagi var mjög jafn og erfitt að segja til um hver sigraði margar lotur og því varla hægt að kalla þetta rán en vonandi fáum við annan bardaga milli þessarar tveggja meistara því svona bardagar er það sem hnefaleikaheiminn vantar.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular