Monday, May 27, 2024

Leiðin að Búrinu: Kolbeinn Vs. Mika

Gunnar Kolbeinn "Icebear" Kristinsson, betur þekktur sem Kolli, flýgur út til Finnlands næstkomandi fimmtudag til að mæta Mika Mielonen.

Kolbeinn kominn með staðfestan titilbardaga!

Kolbeinn “Icebear” Kristinsson, oftast þekktur sem "Kolli", mun berjast upp á Baltic Boxing titilinn í Finnlandi 1. Júní. Það hefur legið í loftinu í dágóðan tíma að Kolli fái titilbardaga, en þónokkur bakslög hafa sett strik í reikninginn. Það stóð til að Kolli myndi berjast í maí en þá braut hann hægri hendina sína og varð það til þess að hann þurfti að sitja hjá. En núna er kominn nýr andstæðingur, dagsetning, staður og belti!

Aron Leó tekur skrefið í atvinnumennskuna

Aron Leó Jóhannsson mun berjast sinn fyrsta atvinnumanna bardaga 22. júní þegar hann mætir Bradley Tedham á Caged Steel 36 í Doncaster, Englandi. Aron Leó...