spot_img
Thursday, January 9, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChris Curtis kveðst hafa hafnað einum bardagamanni innan UFC

Chris Curtis kveðst hafa hafnað einum bardagamanni innan UFC

Chris Curtis snýr aftur í búrið á UFC Fight Night 249 eftir að hafa tekið sér stutta pásu vegna meiðsla en hann barðist síðast í tapi gegn Brendan Allen í apríl 2024. Curtis sagði í viðtali kvaðst Curtis aðeins hafa neitað að berjast við einn bardagamann sem UFC hefur boðið honum að berjast við en sá er enginn annar en Alez Pereira, núverandi léttþungavigtarmeistari UFC og fyrrum millilvigtarmeistari.

Chris sagði að hann segði yfirleitt ekki nei við bardögum sem UFC byði honum nema að nafn bardagamannsins sé Alex Pereira. Kveðst Curtis þá vera að horfa til skemmtilegra bardaga í framtíðinni og njóta ferilsins. Curtis ryfjar þá upp að honum hafi verið boðinn bardaginn sem Sean Strickland tók gegn Pereira og sagði, þeir hefðu allt eins getað gleymt því að ég myndi berjast við Pereira með stuttum fyrirvara. Þá tekur Curtis fram að hann hafi ekki orðið fyrir neinum neikvæðum afleiðingum af hálfu UFC eftir að hafa neitað bardaganum við Pereira.

Næsti bardagi Curtis er á UFC Fight Night 249 þar sem hann mun berjast gegn Roman Kopylov um næstu helgi. Roman Kopylov er spennandi bardagamaður sem var talinn líklegur til að fara fljótt í titilbardaga en tap hans gegn Anthony Hernandez hægði á Hype lesinni hans sem hann náði þó aftur á skrið með sigri gegn César Almeida í júní 2024. Sigur í bardaganum væri sterkur fyrir báða menn og gæti malbikað leið sigurvegarans nálægt titilumræðu en sá sem tapar fjarlægist titilmyndina talsvert.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið