Colby Covington hefur verið fjarverandi frá bardagahöllunum síðan hann tapaði gegn Joaquin Buckley í desember 2024. Nú lætur hann aftur heyra í sér og biður formlega Dana White, forseta UFC, að fá að berjast á sérstöku viðburðarkorti sem á að halda við Hvíta húsið þann 4. júlí 2026, í tilefni 250 ára afmælis Bandaríkjanna.
Covington segir að hann hafi ekki haft fullan undirbúning fyrir síðasta bardaga og sé nú í fullri þjálfun. Hann getur ímyndað sér að snúa aftur annaðhvort í október eða nóvember, mögulega í Madison Square Garden, eða í desember í T-Mobile Arena í Las Vegas.
MMAmania.com
Covington hefur bent áPaddy Pimblettsem áhugaverðan mótherja vegna rifrildis þeirra í Miami. Þeir hafa skipt nokkrum hörðum orðum þar sem Covington lýsti Pimblett sem „gimmick“ og sagði hann hafa „lítið skegg og breytilegan breskan hreim“. Alveg hágæða trashtalk þar á ferð!
Þar sem Pimblett stefnir óðfluga á titilbardaga í léttvigtinni er Covington ekki bjartsýnn á að fá þessa viðureign.
Covington segir sig hafa verið sá sem „sneri MMA í pólitíska umræðu“ með stuðningi við Donald Trump. Hann kveðst hafa fengið boð um að berjast á White House-kortinu og kallar þess vegna á Dana White að klára það og koma honum á kortið.





