spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentColby Covington bregst við tapi gegn Joaquin Buckley

Colby Covington bregst við tapi gegn Joaquin Buckley

Colby Covington barðist við Joaquin Buckley um liðna helgi en læknir steig inn í og stöðvaði bardagann vegna slæms skurðar í andliti Covington.

Á youtube-síðu Covington sést hann tala um bardagann og segir hann að frammistaðan hafi ekki verið slæm miðað við að hann kom beint af sófanum og átti ekki hefðbundnar æfingabúðir fyrir bardagann. Covington segir líka að hann muni koma sterkari til baka og að þetta sé aðeins byrjunin fyrir hann. Covington kveðst þá hafa tekið bardagann fyrir fyrirtækið (UFC) og telur að þeir hafi unnið hvor sína lotuna áður en læknirinn steig inn og stöðvaði bardagann. Þá á Dana White að hafa sagt við Covington eftir bardagann að þetta hefði ekki verið stöðvað ef bardaginn hefði verið haldinn í Las Vegas. Covington horfir til framtíðar og segir að hann hafi rétt verið farinn að hitna og að sterkustu högg Buckley hafi ekki haft nokkur áhrif á sig.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular