Colby Covington var heldur betur líflegur á hljóðnemanum á blaðamannafundinum fyrir bardagann sinn gegn Joaquin Buckley. Covington hefur verið mjög opinn með tilfinningarnar sínar varðandi UFC og Donald Trump, sem honum þykir mjög vænt um og elskar. En hann er ekki par hrifinn af LeBron James, Ian Garry, Khamzat né Jon Jones sem allir fá sinn skammt af skoðunum Covington á blaðamannafundinum.
Svona fór blaðamannafundurinn af stað og hélt Coby þessum tóni allan fundinn.
Colby Covington var með augastað á viðureigninni gegn Shavkat Rakhmonov en hann endaði á því að mæta Ian Garry. Colby Govington fer ekki fögrum orðum yfir Ian “The Cuck” Garry og telur að hann sjálfur hefði átt meira tilkall í viðureignina en Ian.
Colby fékk svo bardagann gegn Joaquin Buckley í staðinn og samþykkti að mæta honum með stuttum fyrirvara. Buckley kemur inn í bardagann á 5 bardaga sigurgöngu en UFC-aðdáendur hafa ekki verið par hrifnir af frammistöðu Covington upp á síðastið, þá síðast gegn Leon Edwards.+
Blaðamannafundurinn er í fullri lengd hér fyrir neðan og fer Covington af kostum á fundinum.