spot_img
Tuesday, December 17, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentCovington og Bucley mætast í kvöld. Svona er staðan.

Covington og Bucley mætast í kvöld. Svona er staðan.

Colby Covington mætir í búrið í sínum heimabæ í Flórída í kvöld. Hann mætir Joaquin Buckley sem flestir þekkja í dag sem eina mest spennandi veltivigtarvonastjörnu UFC. Með sigri getur Covington sannað að hann sé ekki útbrunninn stubbur sem er lítið annað en flottur kjaftur á hljóðnemanum. Covington mætti mikilli gagnrýni eftir virkilega óspennandi frammistöðu gegn Leon Edwards í titilbardaga sem mörgum fannst Covington ekki eiga rétt á. Í kjölfarið töldu gagnrýnendur að Colby væri á niðurleið og ætti ekki heima með þeim allra bestu lengur.

Joaquin Buckley er á fimm bardaga sigurgöngu og hefur lítið hrikalega vel út upp á síðkastið. Þar af er Buckley með ground n pound sigur gegn Vicente Luque, head kick sigur gegn Andre Fialho og rothögg gegn Stephen Thompson í síðasta bardaga. Sigurganga Buckley hófst eftir að hann færði sig niður í veltivigtina en hann hafði þar áður verið frekar lágvaxinn millivigtarmaður.

Fyrsta spurningin er því hvort að kynslóðaskipti séu að eiga sér stað hérna.

Colby Covington er sérstakur bardagamaður. Til að byrja með er hann hrikalega öflugur glímumaður. Hann hefur tvívegis orðið NCAA All-American Wrestler og Pac-10 wrestling meistari. Hann að öllu jafnaði er með vörnina mjög hátt uppi þegar hann berst og pressar mikið áfram til að loka fjarlægðinni. Colby er southpaw rétt eins og Buckley.

Einn vinkill sem gerir þessa viðureign skemmtilega er að þarna mætast tveir soutpaws. Þar með hafa hvorugir bardagamannanna sína venjulegu yfirburði á meðan bardaginn helst standandi. En það er þó nánast ritað í skýin að Buckley finni Covington með góðu höggum í skrokkinn gefið hversu hátt Covington fer með hendurnar þegar hann ver sig. Ef það reynist satt gæti bensíntankurinn hans Covington tæmst snemma og 5 loturnar orðið langar að líða.

Colby Covington er í 6. sæti styrkleikalistans og gæti með sigri hækkað um eitt eða tvö sæti en Buckley í 9. sæti gæti tekið fram úr Ian Garry og hrifsað sætið af Covington ef hann vinnur með sannfærandi hætti.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular