spot_img
Saturday, November 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDómari hafnar samningum í skaðabótamáli UFC

Dómari hafnar samningum í skaðabótamáli UFC

Eins og fram kom í frétt MMA Frétta 27. mars sl. hafði TKO Holdings, móðurfyrirtæki UFC, samið um 335 milljón dollara greiðslu vegna tveggja hópmálsókna á hendur fyrirtækisins vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Sátt náðist 13. mars sl. þegar rúmlega mánuður var í að réttarhöld myndu hefjast.

Nú hefur dómarinn í málinu, Richard Boulware, hafnað þessum málamiðlunum og munu réttarhöldin fara fram 28. október.
Boulware hafði áhyggjur af því að skaðabætur væru ófullnægjandi, sérstaklega í ljósi þess að margir sem taka þátt í annari lögsókninni undirrituðu afsal sem myndi aðeins leyfa þeim að fá 3.000 dollara í bætur vegna málssóknarinnar.

Báðir aðilar lýstu yfir ánægju sinni að hafa komist að samkomulagi þegar þeim viðræðum lauk. Nú segir Eric Cramer, lögfræðingurinn sem fer með málið fyrir hendur bardagamannanna, að þeir yrði betur settir að taka við þessum skaðabótum því þeir gætu endað á því að tapa málinu og fá ekkert.

Ef nýr sáttasamningur næst ekki og réttarhöldin halda áfram, þyrftu stefnendur einróma úrskurð kviðdóms til þess að vinna og jafnvel með sigri gæti margra ára áfrýjunarferli fylgt áður en bardagamennirnir sjá bætur eða lögbann.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular