spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeFimmta LotanE. 105. Jones vs. Miocic, Mike Tyson Vs. Jake Paul og Carlos...

E. 105. Jones vs. Miocic, Mike Tyson Vs. Jake Paul og Carlos Prates Vs. Magny eftirmálar.

Drekkhlaðinn þáttur eins og vanalega og alls ekki í beinni útsendingu eins og menn héldu og vonuðust.

En Carlos Prates átti stórkostlega frammistöðu gegn Niel Magny um helgina þar sem Prates fór létt með Magny og tókst að finna rothöggið áður en fyrsta lotan kláraðist. Þetta var góður endir á annars frekar skemmtilegu UFC-kvöldi í APEX-inu.

En hverjum hefði grunað að fimmta lotan myndi fá þann heiður að hita upp fyrir Mike Tyson bardaga. Tyson mun mæta áhrifastjörnunni Jake Paul í hringnum á föstudaginn kemur. Bardaginn verður 6x 2 mínútna lotur og verður sýndur í beinni á Netflix. Þetta er umdeildur bardagi hjá streymisrisa sem ætlar að færa sig yfir í íþróttaútsendingar.

Um helgina mætast einnig tvær gamlar geitur, ef svo má að orði komast. Jon Jones og Stipe Miocic mætast í búrinu eftir langa og umdeilda bið. Ekki voru allir sammála um að þetta væri rétta viðureignin til að setja saman en nú þegar styttist í viðureignina hefur spennan magnast og aðdáendur bíða spenntir eftir The Goat til baka.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular