spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeFimmta LotanE.81. Icebox uppgjör, Cannonier Vs. Imavov skandali og Perez Vs. Taira upphitun.

E.81. Icebox uppgjör, Cannonier Vs. Imavov skandali og Perez Vs. Taira upphitun.

Það var hreint frábært Icebox um nýliðna helgi. Þar fengum við fimm einstaklinga úr íslenska landsliðinu sem voru paraðir gegn sterkum normönnum í aðalbardögum kvöldsins. Eins og við var að búast fengum við að sjá blóð, svita og tár þegar sumir keppendur virtust eiga frammistöðu lífs síns á meðan öðrum tókst ekki að fanga tækifærið og sýna sínar bestu hliðar.

Icebox var vissulega aðal umfjöllunarefni helgarinnar, en sama kvöld mættust þeir Jared Cannonier og Nassourdine Imavov á UFC Louisville. Dómari kvöldsins, Jason Herzog, var mjög umdeildur eftir viðureignina og sögðu sumir að hann hafði í raun rænt Cannonier með ótímabæru inngripi. Þetta var annars geðveikt skemmtilegt UFC kvöld með þónokkrum rothöggum og svaðalegum glímum.

Við bindum svo enda á þáttinn með léttu spjalli um málefni líðandi stundar. Kolbeinn Kristinsson heldur áfram viðræðum sínum um sína fyrstu titilvörn í Finnlandi. Samningurinn er farinn að skýrast og má búast við því að það verði fært blek á blað á næstu dögum.

Auk þess ræðum við UFC næstu helgi þar sem að Alex Perez mætir japananum Tatsuro Taira. Taira, sem er óþekktur hjá þáttastjórnendum, hefur hér gott tækifæri til að koma sér á kortið með sigri gegn Alex Perez. En Taira (15-0) tekur bardagann með stuttum fyrirvara og er að mæta sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt hingað til.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular