spot_img
Tuesday, December 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeInnlentMinigarðurinn verður heimavöllur bardagaíþrótta!

Minigarðurinn verður heimavöllur bardagaíþrótta!

Minigarðurinn, MMA Fréttir og Fimmta Lotan gerðu nú á dögunum samning sem mun tryggja áframhaldandi dagskrárgerð um bardagaíþróttir á Íslandi. Mun Minigarðurinn sýna frá keppnum sem íslendingar taka þátt í ásamt því að sýna frá öllum stærstu viðburðum úr bardagaheiminum, bæði í hnefaleikum og MMA. Minigarðurinn mun vera heimavöllur bardagaíþrótta í Íslandi og heimastaður bardagaáhugafólk. Fyrsta bardagakvöldið í Minigarðurinum mun sýna beint frá Doncaster, Englandi, þar sem 4 keppendur frá Reykjavík MMA keppa á atvinnu- og áhugamannastigi. Strákarnir í Fimmtu Lotunni verða á staðnum og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig og að stemningin sé góð!  

Gott tækifæri og öflug grasrót 

Bardagaíþróttir hafa alltaf notið mikilla vinsælda á Íslandi sem og um allan heim. Gunnar Nelson hefur verið kyndilberi menningarinnar á íslandi og sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpið reglulega siðan 2012. Gunni er eins og er í biðstöðu og fylgist grannt með því hvernig nýja lyfjaeftirlitið starfar áður en hann samþykkir að berjast aftur innan UFC. En nú er óneitanlega liðið á seinni hlutan hjá Gunna og er næsta kynslóð bardagamanna tilbúin að taka við keflinu og hefur alla burði til þess að gera góða hluti í sviðsljósinu! 

Kolbeinn “The Icebear” Kristinsson, hnefaleikamaður, er líklega næsta stórstjarna Íslands úr bardagaheiminum. Kolbeinn er eins og stendur Baltic Union meistari með 15 sigra og 0 töp sem atvinnumaður í hnefaleikum. Hann mun að öllum líkindum verja beltið sitt í Finnlandi í sumar gegn Mika Mielonen, sigurinn myndi fleyta honum upp í topp 80 listan yfir bestu þungavigtarmenn í heiminum í dag. Með sigri í Finnlandi myndi Kolbeinn eiga vænan möguleika á að komast inn á eitt af stærstu hnefaleikakvöldum í heiminum.

Reykjavík MMA í reglulegum keppnisferðum

Bjarki Þór, Magnús Ingvarsson og Hrafn Þráinsson leiða sitt lið í reglulegar keppnisferðir til Doncaster, Englandi, ásamt fleiri stöðum. Reykjavík MMA samdi við Caged Steel bardagakvöldið og fær allt að 5 pláss á hverju kvöldi. Slíkur samningur er gulls ígildi þar sem að það getur reynst íslendingum erfitt að fá pláss á bradagakvöldum erlendis. Caged Steel er haldið 4 sinnum á ári og hefur reynst strákunum í Reykjavík MMA hrikalega vel. Keppnin er flott, fer fagmannlega fram, er haldin reglulega og þangað koma hæfileikaríkir keppnismenn og veita íslendingunum góða mótspyrnu. Caged Steel er hrikalega skemmtilegt bardagakvöld þar sem minna þekktir íslendingar fá tækifæri til að spreyta sig og láta ljós sitt skína.

Minigarðurinn sýnir Caged Steel 36

Fyrsta bardagakvöld á vegum Fimmtu Lotunnar og Minigarðsins mun sýna frá Caged Steel 36 þar sem að Reykjavík MMA er með 4 bardagamenn á lista. Aron Leo Jóhannsson mun stíga sitt fyrsta skref inn í atvinnumennskuna. Aron er 4-3 sem áhugamaður í MMA og barðist við hrikalega efnilega andstæðinga á áhugamannaferlinum, síðast við Matthew Oki sem sjálfur á heima í atvinnumannaflokki.

Jhoan Salinas var krýndur veltivigtarmeistari eftir frábæran sigur gegn Matt Brown í desember í fyrra. Salinas berst á Caged Steel 36 en færir sig niður um þyngdarflokk. Hann ætlar sér ekki að verja beltið og stefnir í staðinn á atvinnumennsku í léttvigtinni. Salinas mætir Shyrron Burke sem er 3-1 sem áhugamaður þann 22. júní í ofur léttvigtarflokki. 

Yonatan Francisco (1-1) mun berjast sinn þriðja bardaga í áhugamannaflokki eftir tveggja ára hlé frá búrinu og Arnar Bjarnason (1-0) mun berjast sinn annan MMA bardaga.  

(Aron Franz, Mikael Aclipen og Viktor Gunnarsson)

Spennandi og hreinræktuð bardagakynslóð Mjölnismanna.

Grasrót Mjölnismanna er smekkfull af gríðarlega efnilegum strákum sem eru að taka sín fyrstu skref og stefna hátt. Næsta kynslóð Mjölnismanna er hrikalega efnileg, en þeir hafa verð óheppnir með keppnir upp á síðkastið. Mjölnismenn hafa sent keppendur reglulega á Golden Ticket bardagakvöldin, en orðrómurinn á götunni segir að rekstur keppninnar gangi ekki vel og hefur það skapað óstöðuleika fyrir Mjölnismenn. Fyrir vikið hefur þeim ekki tekist að halda uppi þeirri virkni sem þeir hefðu líklega viljað. Mjölnismenn eru við það að springa út og sýna heiminum hvað þeir hafa verið að rækta síðastliðin áratug og má búast við miklu frá Mjölni á komandi árum. Minigarðurinn og Fimmta Lotan verða tilbúin að fanga stundina og búa til góð kvöld fyrir alla aðdáendur Mjölnismanna og má búast við að sú stund renni upp seinna á árinu! 

Fleiri augu og meiri áhugi á grasrótinni opnar nýjar dyr fyrir bardagafólkið okkar þar sem að mótshaldarar erlendis eru viljugri til þess að taka við íslensku bardagafólki ef að þeir skynja að það sé áhugi heimafyrir. Samstarf við Minigarðinn færir okkur byr undir báða vængi og hjálpar til við að búa til og rækta áhugan á hæfileikaríku keppnisfólki.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular