spot_img
Friday, April 11, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEini maðurinn til að endast 5 lotur með Ilia Topuria

Eini maðurinn til að endast 5 lotur með Ilia Topuria

Hinn 40 ára gamli Josh Emmett mætir Englendingnum knáa Lerone Murphy í aðalbardaga UFC í Apex-inu í kvöld. Murphy er á mjög góðri siglingu innan UFC með 7 sigra í röð og 1 jafntefli í frumraun sinni en í kvöld mætir hann manni með reynslu og ógnvænlegan kraft.

Murphy hefur hann sýnt og sannað, nú síðast gegn Dan Ige og Edson Barboza, að hann er verðugur titiláskorandi í fjaðurvigtinni. Það er allt galopið í fjaðurvigtinni eftir að Ilia Topuria lagði beltið frá sér og færði sig varanlega yfir í léttvigtina. Alexander Volkanovski og Diego Lopes mætast í aðalbardaga UFC 314 næstu helgi en sigurvegarinn í kvöld gæti átt sterkt tilkall í næsta titilskot.

Murphy er talinn mun sigurstranglegri samkvæmt veðbönkum en þegar þetta er skrifað er stuðullinn á honum á Coolbet 1.31 og 3.65 á Emmett. Murphy er yngri, með mun meiri snerpu og tæknin hans er mjög góð. Hann er góður að halda uppi mikilli virkni og sigra bardaga á dómaraákvörðun en Emmett býr yfir rosalegum krafti og fullkominni tækni í sínu yfirhandar hægri höggi eins og sást í síðasta bardaga hans gegn Bryce Mitchell þar sem hann sendi hann í skuggavíddina. Stuðullinn á rothöggi frá Emmett á Coolbet er 5.00 sem fer alveg upp í 31.00 ef maður er með lotuna rétta. Emmett hefur ekki barist síðan hann rotaði Bryce Mitchell en hann var þá að koma tilbaka í desember 2023 eftir tvö töp fyrr á árinu. Þeir ósigrar komu gegn Ilia Topuria og Yair Rodriguez en fyrir það var hann á 5 bardaga sigurgöngu.

Ilia Topuria fór alla leið í dómaraúrskurð í þriggja lotu bardaga gegn Youseff Zalal í frumraun sinni og gaf Zalal um leið fyrsta tap sitt innan UFC í sínum fjórða bardaga. Síðan þá hefur hann klárað alla nema Josh Emmett sem fór í gegnum 5 lotur með honum í aðalbardaga UFC bardagakvölds í Jacksonville, Flórída í júní 2023. Topuria vann sér inn titlskotið gegn Alexander Volkanovski það kvöld og átti svo eftir að rota bæði Volkanovski og Max Holloway áður en hann kvaddi fjaðurvigtar þyngdarflokkinn. Emmett sýndi einnig það kvöld að hann getur hangið þarna inni með hverjum sem er og hefur oft sýnt að hann þarf bara eitt högg.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_imgspot_imgspot_imgspot_img

Mest Lesið